Ég fattaði Ísland í Færeyjum Magnús Guðmundsson skrifar 6. maí 2015 10:30 Unnsteinn Manuel og félagar í Borealis Band á sviðinu í Hörpu. Visir/Ernir Borealis Band er umfangsmikið verkefni sem er ætlað að höfða til íbúa vestnorrænu höfuðborganna. Þrír ungir tónlistarmenn frá hverju landi taka þátt og þar af alltaf einn söngvari frá hverju landi. Íslenski söngvarinn er Unnsteinn Manuel Stefánsson og hann segir að það sé búið að vera mjög gaman að taka þátt í verkefninu. „Það er svo gaman að kynnast fólki og við erum með svo nátengda sögu. Við byrjuðum í Þórshöfn þar sem við æfðum upp prógrammið í þrjá daga og héldum svo tónleika á fjórða degi. Þaðan fórum við til Kaupmannahafnar þar sem við spiluðum á Norðuratlantsbryggju og loks til Grænlands og spiluðum í Nuuk. Það var alveg frábært að koma þangað enda fólkið alveg yndislegt. Síðustu tónleikarnir verða svo í Hörpu á föstudagskvöldið og það má enginn missa af því. Það væri svo gaman að sjá verða framhald á þessu verkefni með nýju fólki. Það er nefnilega frábært að fá að kynnast tónlistarmönnum af þessu svæði og við eigum svo margt sameiginlegt og við getum líka lært margt hvert af öðru. Sjálfur fattaði ég til að mynda ekki Ísland fyrr en ég kom til Færeyja sem eru eins og smækkuð mynd af Íslandi.“ Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borealis Band er umfangsmikið verkefni sem er ætlað að höfða til íbúa vestnorrænu höfuðborganna. Þrír ungir tónlistarmenn frá hverju landi taka þátt og þar af alltaf einn söngvari frá hverju landi. Íslenski söngvarinn er Unnsteinn Manuel Stefánsson og hann segir að það sé búið að vera mjög gaman að taka þátt í verkefninu. „Það er svo gaman að kynnast fólki og við erum með svo nátengda sögu. Við byrjuðum í Þórshöfn þar sem við æfðum upp prógrammið í þrjá daga og héldum svo tónleika á fjórða degi. Þaðan fórum við til Kaupmannahafnar þar sem við spiluðum á Norðuratlantsbryggju og loks til Grænlands og spiluðum í Nuuk. Það var alveg frábært að koma þangað enda fólkið alveg yndislegt. Síðustu tónleikarnir verða svo í Hörpu á föstudagskvöldið og það má enginn missa af því. Það væri svo gaman að sjá verða framhald á þessu verkefni með nýju fólki. Það er nefnilega frábært að fá að kynnast tónlistarmönnum af þessu svæði og við eigum svo margt sameiginlegt og við getum líka lært margt hvert af öðru. Sjálfur fattaði ég til að mynda ekki Ísland fyrr en ég kom til Færeyja sem eru eins og smækkuð mynd af Íslandi.“
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira