Frumflutt á Vísi: Lag af fyrstu plötu Bigga í átta ár Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2015 08:00 Birgir Örn gefur út sína fyrstu plötu í átta ár. Vísir/Vilhelm Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt! Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt!
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira