Chaplin og Sinfónían Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 10:00 Snilld Chaplins nýtur sín vel í meistarverki hans Nútímanum við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í kvöld og á laugardag heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands bíó-tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvikmynd Chaplins Nútíminn verður sýnd á stóru tjaldi og hljómsveitin flytur tónlistina undir stjórn Franks Strobel. Á föstudag hefjast bíó-tónleikarnir kl. 19.30 en á laugardag verður boðið upp á sannkallað þrjúbíó. Hljómsveitarstjóri verður hinn þýski Frank Strobel sem hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Nútíminn er frá árinu 1936 og er talin til helstu afreka Chaplins og er vissulega ein af vinsælustu kvikmyndum þessa mikla meistara þöglu myndanna. Chaplin hugðist upphaflega láta myndina verða sína fyrstu talmynd en hætti við það af ótta við að með því myndi geðþokki litla flækingsins bíða skaða. Myndin er samt ekki alveg þögul vegna þess að Chaplin syngur eitt lag á hrognamáli í einu af mörgum drepfyndnum atriðum myndarinnar. Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvikmynda hans. Líkt og Wagner notar hann tónlistina sem leiðarstef í verkum sínum og er hin sígilda dægurperla Smile ástarstefið í Modern Times. Í því kristallast í raun inntak myndarinnar: brostu og horfðu bjartsýnn fram á veginn. Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í kvöld og á laugardag heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands bíó-tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvikmynd Chaplins Nútíminn verður sýnd á stóru tjaldi og hljómsveitin flytur tónlistina undir stjórn Franks Strobel. Á föstudag hefjast bíó-tónleikarnir kl. 19.30 en á laugardag verður boðið upp á sannkallað þrjúbíó. Hljómsveitarstjóri verður hinn þýski Frank Strobel sem hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Nútíminn er frá árinu 1936 og er talin til helstu afreka Chaplins og er vissulega ein af vinsælustu kvikmyndum þessa mikla meistara þöglu myndanna. Chaplin hugðist upphaflega láta myndina verða sína fyrstu talmynd en hætti við það af ótta við að með því myndi geðþokki litla flækingsins bíða skaða. Myndin er samt ekki alveg þögul vegna þess að Chaplin syngur eitt lag á hrognamáli í einu af mörgum drepfyndnum atriðum myndarinnar. Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvikmynda hans. Líkt og Wagner notar hann tónlistina sem leiðarstef í verkum sínum og er hin sígilda dægurperla Smile ástarstefið í Modern Times. Í því kristallast í raun inntak myndarinnar: brostu og horfðu bjartsýnn fram á veginn.
Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira