Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2015 07:00 Beðið niðurstöðu Félagsdóms um lögmæti ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslunni. VÍSIR/ERNIR Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira