Tilviljanir sem ekki er hægt að leika eftir með stafrænu prenti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2015 10:00 Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson vilja koma upp hreyfanlegu prentverkstæði. Vísir/Ernir „Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira