Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. Fréttablaðið/Ernir kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira