Í myndbandi þykir Nönnu Bryndísi svipa mjög til Bjarkar Guðmundsdóttur. Leikstjórar myndbandsins eru þeir Arni og Kinski en myndbandið var tekið upp í myndveri fyrir nokkrum vikum.
Að útliti Nönnu Bryndísar kom meðal annarra Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stílisti sem er þekkt fyrir góð verk. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, er fylgst með því hvernig meðlimir sveitarinnar skapa manneskju með aðstoð vélar.