Jesús er áskorun Magnús Guðmundsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Jesú Krists. Visir/Ernir Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir J. S. Bach í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammersveit Langholtskirkju leikur með, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi Jón Stefánsson. Jóhannesarpassía Bach var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig árið 1724 og er ótvírætt á meðal höfuðverka tónlistarsögunnar. Einstakt þrekvirki sem nýtur stöðugrar aðdáunar tónlistarunnenda og er einstök áskorun í flutningi fyrir klassíska einsöngvara. Jóhannesarpassían byggir á Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er frá píslargöngu Jesú Krists. Með hlutverk Jesú og bassaaríurnar fer Oddur Arnþór Jónsson, en hann á að baki talsverða sögu sem söngvari innan Langholtskirkjukórsins. „Meðan ég var í Söngskólanum hér heima á sínum tíma þá fór ég í kórinn og söng með honum öll námsárin. Ætli það hafi ekki verið frá því um 2005 til 2009 eða allt þar til ég lauk burtfararprófi og hélt út í nám.“ Oddur Arnþór hélt til náms í hinni víðkunnu tónlistarborg Salzburg þar sem hann býr og starfar í dag ásamt eiginkonu sinni, Júlíu Pujol píanóleikara, og sonum þeirra tveimur, þeim Jón Oliver tveggja ára og Finyan Má fjögra mánaða. „Þessir strákar okkar eiga nú vart séns á öðru en að vera eitthvað í tónlist. Það er tónlist á heimilinu alla daga,“ segir Oddur Arnþór og brosir. „Tónlist er gríðarlega stór þáttur af daglegu lífi fólks í Salzburg, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar og það er gaman að lifa og hrærast í þessum heimi tónlistarinnar. En svo er líka gaman að koma heim af og til og takast á við skemmtileg verkefni. Þessa dagana er ég bæði að æfa fyrir tónleikana á sunnudaginn og svo líka fyrir Peter Grimes á Listahátíð í næstu viku. Það er líka alveg magnað verk og gaman að vera þátttakandi í því. Þetta eru ólík verkefni en mér gengur ágætlega að samræma þetta enda var ég í bæði óperu og ljóðaóratoríu í náminu á sínum tíma. Svo er ég ekki frá því að maður sé einmitt í besta forminu þegar það er mikið að gera.“ Oddur Arnþór er baritón en hann bendir á að það voru ekki skrifuð hlutverk fyrir baritóna á þeim tíma þegar Bach skrifaði Jóhannesarpassíuna. „Jesús er bassahlutverk og það felur í sér ákveðna áskorun fyrir mig. Ég hef reyndar sungið þetta hlutverk áður, en það var í Mílanó á síðasta ári og það gekk nú bara vel. Þannig að þó svo að það séu átök að takast á við Jesú þá er ég bara fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum á sunnudaginn og vona að sem flestir komi.“ Einsöngvarar auk Odds Arnþórs verða Benedikt Kristjánsson guðspjallamaður og tenór. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, sópranarnir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Solveig Óskarsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir alt auk nokkurra kórfélaga sem fara með smærri hlutverk. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir J. S. Bach í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammersveit Langholtskirkju leikur með, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi Jón Stefánsson. Jóhannesarpassía Bach var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig árið 1724 og er ótvírætt á meðal höfuðverka tónlistarsögunnar. Einstakt þrekvirki sem nýtur stöðugrar aðdáunar tónlistarunnenda og er einstök áskorun í flutningi fyrir klassíska einsöngvara. Jóhannesarpassían byggir á Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er frá píslargöngu Jesú Krists. Með hlutverk Jesú og bassaaríurnar fer Oddur Arnþór Jónsson, en hann á að baki talsverða sögu sem söngvari innan Langholtskirkjukórsins. „Meðan ég var í Söngskólanum hér heima á sínum tíma þá fór ég í kórinn og söng með honum öll námsárin. Ætli það hafi ekki verið frá því um 2005 til 2009 eða allt þar til ég lauk burtfararprófi og hélt út í nám.“ Oddur Arnþór hélt til náms í hinni víðkunnu tónlistarborg Salzburg þar sem hann býr og starfar í dag ásamt eiginkonu sinni, Júlíu Pujol píanóleikara, og sonum þeirra tveimur, þeim Jón Oliver tveggja ára og Finyan Má fjögra mánaða. „Þessir strákar okkar eiga nú vart séns á öðru en að vera eitthvað í tónlist. Það er tónlist á heimilinu alla daga,“ segir Oddur Arnþór og brosir. „Tónlist er gríðarlega stór þáttur af daglegu lífi fólks í Salzburg, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar og það er gaman að lifa og hrærast í þessum heimi tónlistarinnar. En svo er líka gaman að koma heim af og til og takast á við skemmtileg verkefni. Þessa dagana er ég bæði að æfa fyrir tónleikana á sunnudaginn og svo líka fyrir Peter Grimes á Listahátíð í næstu viku. Það er líka alveg magnað verk og gaman að vera þátttakandi í því. Þetta eru ólík verkefni en mér gengur ágætlega að samræma þetta enda var ég í bæði óperu og ljóðaóratoríu í náminu á sínum tíma. Svo er ég ekki frá því að maður sé einmitt í besta forminu þegar það er mikið að gera.“ Oddur Arnþór er baritón en hann bendir á að það voru ekki skrifuð hlutverk fyrir baritóna á þeim tíma þegar Bach skrifaði Jóhannesarpassíuna. „Jesús er bassahlutverk og það felur í sér ákveðna áskorun fyrir mig. Ég hef reyndar sungið þetta hlutverk áður, en það var í Mílanó á síðasta ári og það gekk nú bara vel. Þannig að þó svo að það séu átök að takast á við Jesú þá er ég bara fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum á sunnudaginn og vona að sem flestir komi.“ Einsöngvarar auk Odds Arnþórs verða Benedikt Kristjánsson guðspjallamaður og tenór. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, sópranarnir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Solveig Óskarsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir alt auk nokkurra kórfélaga sem fara með smærri hlutverk.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira