Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2015 08:00 Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15. Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15.
Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira