Kasakskur fiðluleikari leikur Elvis Presley Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. maí 2015 13:00 Kasakski fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva hefur komið fram um allan heim. Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á svið konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins. Í kvöld kemur fram kasakski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva. Aisha mun flytja verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu. Aisha hefur komið víða fram sem einleikari, svo sem á tónlistarhátíðunum Aldeburgh, Radio France et Montpellier, Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París. Aisha hefur starfað með tónlistarhópum á borð við London Sinfonietta og Ensemble Modern og er einn forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar London Contemporary Music Festival. Annað kvöld kemur fram Amaranth-dúóið sem samanstendur af Geirþrúði Ásu fiðluleikara og Christopher Ladd gítarleikara. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Hinn margverðlaunaði gítarleikari Christopher Ladd er löngu orðinn þekktur í Bandaríkjunum sem einn efnilegasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar. Christopher hefur hlotið fjölda verðlauna í gítarkeppnum, þar á meðal Appalachian Guitar Festival Solo Competition og American String Teachers Assiociation Competition og var tvisvar í úrslitum í hinni virtu keppni Guitar Foundation of America International Competition. Dúettinn stígur á svið klukkan 21.00. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á svið konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins. Í kvöld kemur fram kasakski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva. Aisha mun flytja verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu. Aisha hefur komið víða fram sem einleikari, svo sem á tónlistarhátíðunum Aldeburgh, Radio France et Montpellier, Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París. Aisha hefur starfað með tónlistarhópum á borð við London Sinfonietta og Ensemble Modern og er einn forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar London Contemporary Music Festival. Annað kvöld kemur fram Amaranth-dúóið sem samanstendur af Geirþrúði Ásu fiðluleikara og Christopher Ladd gítarleikara. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Hinn margverðlaunaði gítarleikari Christopher Ladd er löngu orðinn þekktur í Bandaríkjunum sem einn efnilegasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar. Christopher hefur hlotið fjölda verðlauna í gítarkeppnum, þar á meðal Appalachian Guitar Festival Solo Competition og American String Teachers Assiociation Competition og var tvisvar í úrslitum í hinni virtu keppni Guitar Foundation of America International Competition. Dúettinn stígur á svið klukkan 21.00.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira