Kínverjinn fær í magann þegar hann sér þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 06:00 Þrjú met í einu. Kastið hans Helga Sveinssonar á miðvikudagskvöldið var Íslands-, Evrópu- og heimsmet. Hann bætti heimsmetið um tæpa tvo metra. Hér sýnir hann stoltur nýja þrefalda metið sitt. Mynd/Kári jónsson Heimsmeistari 2013 og Evrópumeistari 2014 og nú bæði Heims- og Evrópumethafi eftir risakast í Laugardalnum í fyrrakvöld. Hinn magnaði Ármenningur Helgi Sveinsson sem byrjaði 2015-tímabilið af sögulegum krafti þegar hann kastaði spjótinu 54,62 metra á JJ-móti Ármanns. „Ég var settur út í djúpu laugina því það var tilkynnt án þess að ég vissi af því. Það var því gaman að standa við stóru orðin þess sem setti þetta í fjölmiða,“ gantaðist Helgi með en fyrir mótið var send út fréttatilkynning þar sem því var slegið upp að Helgi ætlaði að reyna við heimsmetið.Gamla heimsmetið frá ÓL 2012 Helgi hefur bætt sig rosalega mikið á stuttum tíma en þegar Kínverjinn Fu Yanlong setti heimsmetið á Ólympíumótinu í London 2012 þá varð Helgi fimmti með persónulegt met upp á 47,61 metra. Nú þremur árum síðar er hann að kasta sjö metrum lengra og tæpum tveimur metrum lengra en Yanlong sem kastaði 52,79 metra fyrir tæpum þremur árum. „Þetta átti ekkert endilega að koma núna samkvæmt uppsettu plani en það er í rauninni ekkert hægt að segja til um það í þessari grein. Þegar það kemur þá bara kemur það,“ segir Helgi. Daninn Jakob Mathiasen var búinn að eiga Evrópumetið síðan í Sydney 2000 þegar hann kastaði 52,74 metra. „Þetta er búið að vera upp á við hjá mér frá byrjun. Ég er búinn að vera kasta svona langt nokkrum sinnum á æfingum og það er gaman að geta yfirfært það af æfingum og inn í keppni. Ég tók þarna bæði Evrópu- og heimsmet sem er mjög gaman,“ segir Helgi sem bætti Íslandsmetið á dögunum þegar hann kastaði 52,69 metra á fyrsta móti sumarsins en þá var hann aðeins tíu sentímetra frá heimsmetinu.Búinn að styrkja sig mikið Helgi viðurkennir að hann hafi verið búinn að bíða spenntur að komast út til að kasta en það er ekki hægt að stunda spjótkastið innanhúss. Þetta var því kannski eins og þegar beljurnar sleppa út á vorin. „Þetta er svolítið þannig tilfinning. Ég er svolítið villtur og vildi taka svolítið mikið á því. Ég er búinn að styrkja mig yfir uppbyggingartímabilið og er rosalega sterkur. Þegar maður ætlar að taka þetta á látum og kröftum þá vill oft ekkert gerast í þessari grein. Svo hittir maður inn á milli á góðu köstin eins og ég hitti á þarna,“ segir Helgi. „Þetta lyftir manni upp á næsta stig og fær mann til að gleyma öllum þessum erfiðu og leiðinlegu æfingum. Svona kvöld gera þetta allt þess virði. Nú ætla ég að setja einhverja stóra gulrót fyrir framan mig sem ég þarf að ná. Mér finnst mjög gaman að gefa mín markmið út og standa við þau. Ég hef náð að standa við þau öll hingað til,“ segir Helgi og það er hægt að votta það. Helgi vissi ekki hvort fréttirnar af heimsmetinu hefðu borist alla leið til Kína. „Ég veit ekki hvort Kínverjinn er búinn að frétta af þessu. Hann fær í magann þegar hann sér þetta,“ segir Helgi og fráfarandi heimsmethafi veit alveg hver Íslendingurinn er því Helgi vann hann á HM í Lyon 2013. „Hann setti metið í London 2012 en metið var búið að standa á undan því í áratug,“ segir Helgi en það er að heyra á honum að það verði ekki eins langt í næsta heimsmet. Helgi hefur þrátt fyrir heimsmet í fyrsta mánuði tímabilsins ekki áhyggjur af því að hann hafi verið að toppa strax í maí. „Ég hef engar áhyggjur því ég á alveg fullt inni. Markmiðið mitt er að vera sá fyrsti sem nær að kasta 60 metra. Það eru enn sex metrar í það en ég á eitthvað inni ennþá. Þegar tæknin skólast til og styrkurinn er til staðar á það eftir að koma mér á óvart hvað spjótið fer langt,“ segir hinn metnaðarfulli spjótkastari sem samkvæmt þessu er hvergi nærri hættur að bæta heimsmetið. „Ég held að þetta verði sumarið,“ sagði Helgi að lokum. Innlendar Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Heimsmeistari 2013 og Evrópumeistari 2014 og nú bæði Heims- og Evrópumethafi eftir risakast í Laugardalnum í fyrrakvöld. Hinn magnaði Ármenningur Helgi Sveinsson sem byrjaði 2015-tímabilið af sögulegum krafti þegar hann kastaði spjótinu 54,62 metra á JJ-móti Ármanns. „Ég var settur út í djúpu laugina því það var tilkynnt án þess að ég vissi af því. Það var því gaman að standa við stóru orðin þess sem setti þetta í fjölmiða,“ gantaðist Helgi með en fyrir mótið var send út fréttatilkynning þar sem því var slegið upp að Helgi ætlaði að reyna við heimsmetið.Gamla heimsmetið frá ÓL 2012 Helgi hefur bætt sig rosalega mikið á stuttum tíma en þegar Kínverjinn Fu Yanlong setti heimsmetið á Ólympíumótinu í London 2012 þá varð Helgi fimmti með persónulegt met upp á 47,61 metra. Nú þremur árum síðar er hann að kasta sjö metrum lengra og tæpum tveimur metrum lengra en Yanlong sem kastaði 52,79 metra fyrir tæpum þremur árum. „Þetta átti ekkert endilega að koma núna samkvæmt uppsettu plani en það er í rauninni ekkert hægt að segja til um það í þessari grein. Þegar það kemur þá bara kemur það,“ segir Helgi. Daninn Jakob Mathiasen var búinn að eiga Evrópumetið síðan í Sydney 2000 þegar hann kastaði 52,74 metra. „Þetta er búið að vera upp á við hjá mér frá byrjun. Ég er búinn að vera kasta svona langt nokkrum sinnum á æfingum og það er gaman að geta yfirfært það af æfingum og inn í keppni. Ég tók þarna bæði Evrópu- og heimsmet sem er mjög gaman,“ segir Helgi sem bætti Íslandsmetið á dögunum þegar hann kastaði 52,69 metra á fyrsta móti sumarsins en þá var hann aðeins tíu sentímetra frá heimsmetinu.Búinn að styrkja sig mikið Helgi viðurkennir að hann hafi verið búinn að bíða spenntur að komast út til að kasta en það er ekki hægt að stunda spjótkastið innanhúss. Þetta var því kannski eins og þegar beljurnar sleppa út á vorin. „Þetta er svolítið þannig tilfinning. Ég er svolítið villtur og vildi taka svolítið mikið á því. Ég er búinn að styrkja mig yfir uppbyggingartímabilið og er rosalega sterkur. Þegar maður ætlar að taka þetta á látum og kröftum þá vill oft ekkert gerast í þessari grein. Svo hittir maður inn á milli á góðu köstin eins og ég hitti á þarna,“ segir Helgi. „Þetta lyftir manni upp á næsta stig og fær mann til að gleyma öllum þessum erfiðu og leiðinlegu æfingum. Svona kvöld gera þetta allt þess virði. Nú ætla ég að setja einhverja stóra gulrót fyrir framan mig sem ég þarf að ná. Mér finnst mjög gaman að gefa mín markmið út og standa við þau. Ég hef náð að standa við þau öll hingað til,“ segir Helgi og það er hægt að votta það. Helgi vissi ekki hvort fréttirnar af heimsmetinu hefðu borist alla leið til Kína. „Ég veit ekki hvort Kínverjinn er búinn að frétta af þessu. Hann fær í magann þegar hann sér þetta,“ segir Helgi og fráfarandi heimsmethafi veit alveg hver Íslendingurinn er því Helgi vann hann á HM í Lyon 2013. „Hann setti metið í London 2012 en metið var búið að standa á undan því í áratug,“ segir Helgi en það er að heyra á honum að það verði ekki eins langt í næsta heimsmet. Helgi hefur þrátt fyrir heimsmet í fyrsta mánuði tímabilsins ekki áhyggjur af því að hann hafi verið að toppa strax í maí. „Ég hef engar áhyggjur því ég á alveg fullt inni. Markmiðið mitt er að vera sá fyrsti sem nær að kasta 60 metra. Það eru enn sex metrar í það en ég á eitthvað inni ennþá. Þegar tæknin skólast til og styrkurinn er til staðar á það eftir að koma mér á óvart hvað spjótið fer langt,“ segir hinn metnaðarfulli spjótkastari sem samkvæmt þessu er hvergi nærri hættur að bæta heimsmetið. „Ég held að þetta verði sumarið,“ sagði Helgi að lokum.
Innlendar Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira