Spilað í fangi gesta Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2015 11:00 Það myndast skemmtileg nánd við tónleikagesti í litlu fallegu kirkjunni að Þingvöllum. Visir/Pjetur „Þetta er sérstök kirkja í þeim einstaka helgidómi þjóðarinnar sem Þingvellir eru,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari sem stendur nú í júní fyrir tónlistarhátíðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju í níunda sinn. Fyrsti hópurinn sem kemur fram næstkomandi þriðjudagskvöld er Kársnestríóið en það skipa þær Guðrún Sigríður Birgisdóttir flauta, Svava Bernharðsdóttir víóla og Elísabet Waage harpa. Þær leika tónlist allt frá Bach til Þorkels Sigurbjörnssonar. Nánari dagskrá fyrir alla tónleikana verður brátt hægt að nálgast á vefsvæðinu thingvellir.is. „Þetta er nú þannig til komið að ég er hálfur Þingvellingur, ættaður af Kárastöðum í Þingvallasveit. Bæði móðir mín og móðursystir spiluðu á orgelið við messur og afi minn var meðhjálpari sem og hreppsstjóri þannig að það eru sterk tengsl við þessa litlu fallegu kirkju.Einar Jóhannesson er hálfur Þingvellingur. Visir/VilhelmÞegar móðursystir mín, Guðbjörg Einarsdóttir, féll frá var stofnaður um hana minningarsjóður við kirkjuna og einhvern veginn lenti hjá mér að sjá um þetta. Hugmyndin var að við vildum gera kirkjunni til góða með einhverjum hætti og þessi leið varð fyrir valinu; að vera með árlega tónlistarhátíð. Kollegar hafa verið tilbúnir til þess að koma og spila fyrir sama lítinn pening og þannig hefur þetta gengið með góðra hjálp.“ „Hátíðin verður svo tíu ára næsta sumar en í framhaldinu þá ætlum við Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti sem hefur verið að standa í þessu með mér, að taka svona aðeins stöðuna. Maður er búinn að vera í þessu af hreinni hugsjón og það hefur verið ákaflega skemmtilegt en kannski er kominn tími á að sjá hvort einhver vill taka við keflinu.“ Einar segir að það sé alltaf gaman að koma í kirkjuna og að á síðustu árum séu þau mikið að sjá sömu tónleikagestina koma aftur. „Þetta er sérstök upplifun bæði fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti. Kirkjan er svo lítil að maður er nánast í fanginu á gestum að spila en það gefur líka alveg einstaka nánd. Nánd sem fólk fær ekki í stórum tónleikasölum. Ég treysti líka talsvert á spjallið, að tónlistarmennirnir gefi sér tíma til þess að spjalla við gestina um það sem er verið að takast á við hverju sinni og það gerir þessa stund ákaflega persónulega og skemmtilega í senn. Ef kirkjan fyllist þá má nú grípa til þess ráðs í skaplegu veðri að opna út og gefa gestum kost á að tylla sér út á tún og njóta tónlistarinnar í bland við blessaðan fuglasönginn. Það er nú ekki amalegt á þessum fallega stað.“ Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er sérstök kirkja í þeim einstaka helgidómi þjóðarinnar sem Þingvellir eru,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari sem stendur nú í júní fyrir tónlistarhátíðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju í níunda sinn. Fyrsti hópurinn sem kemur fram næstkomandi þriðjudagskvöld er Kársnestríóið en það skipa þær Guðrún Sigríður Birgisdóttir flauta, Svava Bernharðsdóttir víóla og Elísabet Waage harpa. Þær leika tónlist allt frá Bach til Þorkels Sigurbjörnssonar. Nánari dagskrá fyrir alla tónleikana verður brátt hægt að nálgast á vefsvæðinu thingvellir.is. „Þetta er nú þannig til komið að ég er hálfur Þingvellingur, ættaður af Kárastöðum í Þingvallasveit. Bæði móðir mín og móðursystir spiluðu á orgelið við messur og afi minn var meðhjálpari sem og hreppsstjóri þannig að það eru sterk tengsl við þessa litlu fallegu kirkju.Einar Jóhannesson er hálfur Þingvellingur. Visir/VilhelmÞegar móðursystir mín, Guðbjörg Einarsdóttir, féll frá var stofnaður um hana minningarsjóður við kirkjuna og einhvern veginn lenti hjá mér að sjá um þetta. Hugmyndin var að við vildum gera kirkjunni til góða með einhverjum hætti og þessi leið varð fyrir valinu; að vera með árlega tónlistarhátíð. Kollegar hafa verið tilbúnir til þess að koma og spila fyrir sama lítinn pening og þannig hefur þetta gengið með góðra hjálp.“ „Hátíðin verður svo tíu ára næsta sumar en í framhaldinu þá ætlum við Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti sem hefur verið að standa í þessu með mér, að taka svona aðeins stöðuna. Maður er búinn að vera í þessu af hreinni hugsjón og það hefur verið ákaflega skemmtilegt en kannski er kominn tími á að sjá hvort einhver vill taka við keflinu.“ Einar segir að það sé alltaf gaman að koma í kirkjuna og að á síðustu árum séu þau mikið að sjá sömu tónleikagestina koma aftur. „Þetta er sérstök upplifun bæði fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti. Kirkjan er svo lítil að maður er nánast í fanginu á gestum að spila en það gefur líka alveg einstaka nánd. Nánd sem fólk fær ekki í stórum tónleikasölum. Ég treysti líka talsvert á spjallið, að tónlistarmennirnir gefi sér tíma til þess að spjalla við gestina um það sem er verið að takast á við hverju sinni og það gerir þessa stund ákaflega persónulega og skemmtilega í senn. Ef kirkjan fyllist þá má nú grípa til þess ráðs í skaplegu veðri að opna út og gefa gestum kost á að tylla sér út á tún og njóta tónlistarinnar í bland við blessaðan fuglasönginn. Það er nú ekki amalegt á þessum fallega stað.“
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira