Vilja fá pítsu eftir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Hljómsveitin alt-J er þekkt fyrir að hafa mikið ljósashow á tónleikum sínum. nordicphotos/getty Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira