Alt-J stóð fyrir sínu en ekki meir en það Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 13:00 Alt-J á sviði. vísir/nordic photos Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur. Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur.
Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira