Djassinn vakir í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 11:30 Guðmundur Steingrímsson spilaði með Guðmundi Ingólfssyni um árabil og nutu tónleikar þeirra mikilla vinsælda. Visir/Vilhelm Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira