Bið Berglind Pétursdóttir skrifar 8. júní 2015 06:00 Það er fátt leiðinlegra en að bíða. Bíða í röð. Bíða eftir strætó. Bíða eftir sumrinu. Úff. Allra leiðinlegast er þó að bíða hjá sýslumanninum eftir nýju vegabréfi. Ég íhugaði að hefja feril í skjalafalsi um daginn þegar ég var búin að panta alls konar flugmiða í allar áttir og fattaði svo að vegabréfið mitt var útrunnið. Ég byrjaði að klippa og líma en sá svo fréttirnar um konur sem höfðu klippt og límt með hræðilegum afleiðingum og ákvað að bruna upp í Kópavog á fund sýslumanns. Við þekkjum öll biðstofuna. Óþægilegir stólar. Engin tímarit. Ógeðslega mikið af fólki. Allir að drífa sig, allir orðnir allt of seinir. En það eru sjötíu aðrir á undan þér og þú borgar áður en þú byrjar að bíða svo þú getur ekki einu sinni beilað. Frábær viðskiptahugmynd væri að byrja að selja fölsuð vegabréf fyrir utan, eða að minnsta kosti renna þarna fram hjá með pulsuvagn á matartímum. Þar sem maður reynir að forðast augnsamband við alla og komast undan því að heilsa þessum eina sem maður kannast lítillega við fljúga hugsanir í gegnum kollinn. Af hverju má ég ekki sækja um vegabréf á netinu eins og allt annað? Af hverju gildir vegabréf ekki bara í fimmtíu ár eins og ökuskírteinið mitt? Vinkonur mínar fóru nýlega í gegnum allt öryggiseftirlit á Gatwick með vegabréf hvor annarrar og enginn sagði neitt. Kanski ég geri það bara. En á biðstofuna erum við komin og hér eru allir jafnir. Enginn fer fram fyrir röðina. Allir þurfa að bíða í tvo tíma eftir einum stimpli eða vegabréfsmyndatöku, sem meðvirkt fólk eins og ég á mjög erfitt með. Ég vil nefnilega ekki eyða óþarfa tíma hjá þessu ótrúlega upptekna starfsfólki, samþykki undir eins hræðilega mynd sem er tekin af mér og dríf mig heim. Starfsmenn vegabréfaeftirlits munu hlæja dátt að rangeygu konunni með fjólubláa hárið og undirhökuna næstu árin. Eins og dauðinn er þetta sameiginlegur áningarstaður okkar allra. Því okkur dreymir öll um að komast í þröngt sæti í flugvél og panta sjóðheitt baguette og tvo bjóra. Er það tilboð ekki annars ennþá í gangi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Það er fátt leiðinlegra en að bíða. Bíða í röð. Bíða eftir strætó. Bíða eftir sumrinu. Úff. Allra leiðinlegast er þó að bíða hjá sýslumanninum eftir nýju vegabréfi. Ég íhugaði að hefja feril í skjalafalsi um daginn þegar ég var búin að panta alls konar flugmiða í allar áttir og fattaði svo að vegabréfið mitt var útrunnið. Ég byrjaði að klippa og líma en sá svo fréttirnar um konur sem höfðu klippt og límt með hræðilegum afleiðingum og ákvað að bruna upp í Kópavog á fund sýslumanns. Við þekkjum öll biðstofuna. Óþægilegir stólar. Engin tímarit. Ógeðslega mikið af fólki. Allir að drífa sig, allir orðnir allt of seinir. En það eru sjötíu aðrir á undan þér og þú borgar áður en þú byrjar að bíða svo þú getur ekki einu sinni beilað. Frábær viðskiptahugmynd væri að byrja að selja fölsuð vegabréf fyrir utan, eða að minnsta kosti renna þarna fram hjá með pulsuvagn á matartímum. Þar sem maður reynir að forðast augnsamband við alla og komast undan því að heilsa þessum eina sem maður kannast lítillega við fljúga hugsanir í gegnum kollinn. Af hverju má ég ekki sækja um vegabréf á netinu eins og allt annað? Af hverju gildir vegabréf ekki bara í fimmtíu ár eins og ökuskírteinið mitt? Vinkonur mínar fóru nýlega í gegnum allt öryggiseftirlit á Gatwick með vegabréf hvor annarrar og enginn sagði neitt. Kanski ég geri það bara. En á biðstofuna erum við komin og hér eru allir jafnir. Enginn fer fram fyrir röðina. Allir þurfa að bíða í tvo tíma eftir einum stimpli eða vegabréfsmyndatöku, sem meðvirkt fólk eins og ég á mjög erfitt með. Ég vil nefnilega ekki eyða óþarfa tíma hjá þessu ótrúlega upptekna starfsfólki, samþykki undir eins hræðilega mynd sem er tekin af mér og dríf mig heim. Starfsmenn vegabréfaeftirlits munu hlæja dátt að rangeygu konunni með fjólubláa hárið og undirhökuna næstu árin. Eins og dauðinn er þetta sameiginlegur áningarstaður okkar allra. Því okkur dreymir öll um að komast í þröngt sæti í flugvél og panta sjóðheitt baguette og tvo bjóra. Er það tilboð ekki annars ennþá í gangi?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun