Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar konur Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. júní 2015 11:00 Auður Styrkársdóttir Vísir/Valli Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00