Rússar eyða mestu í bjór og vín á barnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Eyðsla meðalferðamannsins frá Kanada, Noregi og Danmörku á skemmtistöðum og börum samanlögð dugar ekki til að jafna eyðslu meðalrússans. nordicphotos/getty Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira