Dansað til að gleyma Berglind Pétursdóttir skrifar 22. júní 2015 07:00 Ég fæddist með svo stórkostlegar ristar að ég var send í ballett um leið og ég gat staðið óstudd. Var reyndar eina stelpan í ballett sem átti ekki ballettpils. Og stundum gleymdist að sækja mig í ballett. En það er önnur saga og lengri, sem foreldrar mínir mega hafa á samviskunni. Tuttugu árum seinna rankaði ég við mér og áttaði mig á því að ég var ennþá í dansnámi. Best að vinna sem dansari, hugsaði ég þá með mér, reimaði á mig dansskóna og skráði mig í Félag íslenskra listdansara. Að vinna sem dansari hljómar örugglega eins og draumur í eyrum einhverra. Að vakna og renna sér ofan í legghlífarnar, fá sér avókadósneið og dansa svo til að gleyma þangað til maður man ekki neitt. Þessi lífssýn er mikill misskilningur. Sértu sjálfstætt starfandi dansari, sem er sífellt algengara starf, þá eyðirðu um það bil 80% lífs þíns fyrir framan tölvuna að skrifa skýrslur og umsóknir til þess að réttlæta hverja einustu krónu sem þér er veitt til að fjármagna stórkostlega list. Starfir þú innan vébanda ríkisrekins dansflokks sinnirðu oft starfi verkfæris einhvers sárþjáðs danshöfundar sem tekur innibyrgða reiði sína úr æsku út á þér. Og þú þjösnast á líkama þínum út í eitt, allan daginn, alla daga. Og ferð svo heim og herðir sultaról fjölskyldunnar fyrir svefninn. Byrjunarlaun dansara í Íslenska dansflokknum eru nefnilega 240 þúsund krónur. Og það er nýbúið að hækka þau, voru nefnilega 215 þúsund kall, hvorki meira né minna. Þeir sem haldast í djobbinu eru augljóslega ekki þar peninganna vegna. Þetta er fólk með hreina ástríðu fyrir list sinni. Viljum við útrýma slíkri stétt? Alls, alls ekki. Mér finnst að við ættum að borga listafólkinu almennileg laun fyrir vinnuna sína. Hún er mikilvæg fyrir samfélag okkar. Höfundur er með háskólagráðu í samtímadansi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ég fæddist með svo stórkostlegar ristar að ég var send í ballett um leið og ég gat staðið óstudd. Var reyndar eina stelpan í ballett sem átti ekki ballettpils. Og stundum gleymdist að sækja mig í ballett. En það er önnur saga og lengri, sem foreldrar mínir mega hafa á samviskunni. Tuttugu árum seinna rankaði ég við mér og áttaði mig á því að ég var ennþá í dansnámi. Best að vinna sem dansari, hugsaði ég þá með mér, reimaði á mig dansskóna og skráði mig í Félag íslenskra listdansara. Að vinna sem dansari hljómar örugglega eins og draumur í eyrum einhverra. Að vakna og renna sér ofan í legghlífarnar, fá sér avókadósneið og dansa svo til að gleyma þangað til maður man ekki neitt. Þessi lífssýn er mikill misskilningur. Sértu sjálfstætt starfandi dansari, sem er sífellt algengara starf, þá eyðirðu um það bil 80% lífs þíns fyrir framan tölvuna að skrifa skýrslur og umsóknir til þess að réttlæta hverja einustu krónu sem þér er veitt til að fjármagna stórkostlega list. Starfir þú innan vébanda ríkisrekins dansflokks sinnirðu oft starfi verkfæris einhvers sárþjáðs danshöfundar sem tekur innibyrgða reiði sína úr æsku út á þér. Og þú þjösnast á líkama þínum út í eitt, allan daginn, alla daga. Og ferð svo heim og herðir sultaról fjölskyldunnar fyrir svefninn. Byrjunarlaun dansara í Íslenska dansflokknum eru nefnilega 240 þúsund krónur. Og það er nýbúið að hækka þau, voru nefnilega 215 þúsund kall, hvorki meira né minna. Þeir sem haldast í djobbinu eru augljóslega ekki þar peninganna vegna. Þetta er fólk með hreina ástríðu fyrir list sinni. Viljum við útrýma slíkri stétt? Alls, alls ekki. Mér finnst að við ættum að borga listafólkinu almennileg laun fyrir vinnuna sína. Hún er mikilvæg fyrir samfélag okkar. Höfundur er með háskólagráðu í samtímadansi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun