Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 07:00 Þorvaldur Árni féll tvisvar á lyfjaprófi á rúmu einu ári. Mynd/Hestafréttir Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra. Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra.
Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06