Trúðu engu fyrr en miðarnir komu í hús Guðrún Ansnes skrifar 1. júlí 2015 09:00 Þetta ku vera í fyrsta skipti sem Kiriyama fjölskyldan fer saman út fyrir landsteinana í frí. Mynd/Goði Falk „Við héldum að þetta væri eitthvað grín, bara einhver að rugla í okkur,“ segir Víðir Björnsson , meðlimur sveitarinnar Kiriyama Family sem hyggst leggja land undir fót síðar í sumar til að spila í brúðkaupi spænskra hjóna, þar í landi. „Við töluðum við þessa konu, Martinu, sem hafði samband en hún sér um að skipuleggja brúðkaupið, í tæpa þrjá mánuði, uppfullir efasemda um að um raunverulegt boð væri að ræða. Það var ekki fyrr en við fengum flugmiðana til okkar sem við áttuðum okkur á að við værum að fara út,“ útskýrir Víðir, yfir sig ánægður með að ekki hafi verið brögð í tafli. Ku parið hafa trúlofað sig á Ísland í fyrra er þau heimsóttu landið. Á ferðalagi sínu heyrði það lag með sveitinni, en Víðir hefur ekki hugmynd um hvaða lag það var eða hvar þau heyrðu það. Úr varð að þeim þótti afbragðs hugmynd að hafa íslenska hljómsveit í brúðkaupinu og vildu ólm fá Kiriyama Family til að sjá um herlegheitin. „Martína keypti svo af okkur fullt af plötum, sem ég held að hún ætli að gefa gestum brúðkaupsins,“ útskýrir Víðir, en segist ekki viss um hvort það sé til að spænsku gestirnir geti sungið með í veislunni eða hvort þær verði í boði að loknum veisluhöldum. „Það væri auðvitað geggjað ef gestirnir myndu taka rækilega undir. Við höfum aldrei farið í spænskt brúðkaup svo við vitum ekkert hvað við erum að fara út í.“ Þess ber að geta að enginn meðlima bandsins hefur nokkru sinni talað við verðandi hjónin þar sem öll samskipti fara í gegnum áðurnefndan skipuleggjara, Martinu. „En þetta er líklega sæmilega ríkt lið, öðruvísi held ég að fólk flytji ekkert inn band frá Íslandi til að spila í brúðkaupinu,“ skýtur Víðir léttur inn í. Má með sanni segja að Kiriyama fjölskyldan hafi dottið í lukkupottinn, en þeirra bíður fjögurra stjörnu hótel rétt fyrir utan Barcelona þar sem þau munu dvelja í fjóra daga og svo hefur hljómsveitin íbúðarhús á vegum brúðhjónanna, til yfirráða í nokkra daga til viðbótar, ásamt bíl. „Eftir brúðkaupið munum við svo nýta ferðina til hins ítrasta og fá til okkar fjölskyldurnar. Þá munum við njóta sólarinnar í sex daga áður en við höldum aftur heim,“ segir Víðir og spennan leynir sér ekki. Burtséð frá ævintýralegum brúðkaupsspilunum á Spáni er bandið í óðaönn við að setja saman nýja plötu. „Við sendum frá okkur fyrsta lagið í síðasta mánuði, Innocence, sem hefur verið að gera ágætis hluti,“ bendir Víðir á, en kýs að tjá sig ekki frekar um útgáfu plötunnar þar sem slíkar yfirlýsingar virðast hlaðnar bölvunum og hætt við að platan frestist enn frekar ef nokkuð er sagt. Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44 Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við héldum að þetta væri eitthvað grín, bara einhver að rugla í okkur,“ segir Víðir Björnsson , meðlimur sveitarinnar Kiriyama Family sem hyggst leggja land undir fót síðar í sumar til að spila í brúðkaupi spænskra hjóna, þar í landi. „Við töluðum við þessa konu, Martinu, sem hafði samband en hún sér um að skipuleggja brúðkaupið, í tæpa þrjá mánuði, uppfullir efasemda um að um raunverulegt boð væri að ræða. Það var ekki fyrr en við fengum flugmiðana til okkar sem við áttuðum okkur á að við værum að fara út,“ útskýrir Víðir, yfir sig ánægður með að ekki hafi verið brögð í tafli. Ku parið hafa trúlofað sig á Ísland í fyrra er þau heimsóttu landið. Á ferðalagi sínu heyrði það lag með sveitinni, en Víðir hefur ekki hugmynd um hvaða lag það var eða hvar þau heyrðu það. Úr varð að þeim þótti afbragðs hugmynd að hafa íslenska hljómsveit í brúðkaupinu og vildu ólm fá Kiriyama Family til að sjá um herlegheitin. „Martína keypti svo af okkur fullt af plötum, sem ég held að hún ætli að gefa gestum brúðkaupsins,“ útskýrir Víðir, en segist ekki viss um hvort það sé til að spænsku gestirnir geti sungið með í veislunni eða hvort þær verði í boði að loknum veisluhöldum. „Það væri auðvitað geggjað ef gestirnir myndu taka rækilega undir. Við höfum aldrei farið í spænskt brúðkaup svo við vitum ekkert hvað við erum að fara út í.“ Þess ber að geta að enginn meðlima bandsins hefur nokkru sinni talað við verðandi hjónin þar sem öll samskipti fara í gegnum áðurnefndan skipuleggjara, Martinu. „En þetta er líklega sæmilega ríkt lið, öðruvísi held ég að fólk flytji ekkert inn band frá Íslandi til að spila í brúðkaupinu,“ skýtur Víðir léttur inn í. Má með sanni segja að Kiriyama fjölskyldan hafi dottið í lukkupottinn, en þeirra bíður fjögurra stjörnu hótel rétt fyrir utan Barcelona þar sem þau munu dvelja í fjóra daga og svo hefur hljómsveitin íbúðarhús á vegum brúðhjónanna, til yfirráða í nokkra daga til viðbótar, ásamt bíl. „Eftir brúðkaupið munum við svo nýta ferðina til hins ítrasta og fá til okkar fjölskyldurnar. Þá munum við njóta sólarinnar í sex daga áður en við höldum aftur heim,“ segir Víðir og spennan leynir sér ekki. Burtséð frá ævintýralegum brúðkaupsspilunum á Spáni er bandið í óðaönn við að setja saman nýja plötu. „Við sendum frá okkur fyrsta lagið í síðasta mánuði, Innocence, sem hefur verið að gera ágætis hluti,“ bendir Víðir á, en kýs að tjá sig ekki frekar um útgáfu plötunnar þar sem slíkar yfirlýsingar virðast hlaðnar bölvunum og hætt við að platan frestist enn frekar ef nokkuð er sagt.
Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44 Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44
Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15