Óhentugt fyrir tvo að dýrka sömu stúlkuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:45 Elvar Logi og Jón Sigurður hafa ritað nýja og fjörlega fóstbræðrasögu sem nefnist Bíldudalsbingó. Í baksýn sést fjallið Bylta. Mynd/Aðsend „Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“ Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira