Ferðaþjónustufyrirtæki að gefast upp á Íshellinum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júlí 2015 09:00 Gríðarlega mikið hefur verið lagt í gangagerðina. Ferðamönnum finnst þeir að einhverju leyti ekki fá þá vöru sem auglýst hefur verið úti um allan heim. Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira