Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Wang Hongquian, forstjóri NFC, og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, handsala samstarfið. Að baki þeim standa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhan Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, auk fulltrúa sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og Kínverska þróunarbankans. Mynd/Klappir Development Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur. Skagabyggð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur.
Skagabyggð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira