Hljómsveitin Múm var beðin um að semja verk fyrir MDR, ásamt Hauschka. Örn sá um útsetningar á verkum Múm ásamt Eiríki Orra Ólafssyni.
Örn er þó ekki fastamaður í Múm en var fenginn til þess að aðstoða við útsetningar. „Ég var að aðstoða við að vera eins konar tungumál á milli popp og klassíkur og vera svona nótnagaurinn og sjá til þess að allt væri spilað rétt. Þetta var virkilega gaman,“ segir Örn spurður út í hlutverk sitt.
Þau voru í Leipzig í fjóra daga við vinnslu verksins og var það tekið upp á hljóð og mynd. Frumflutningurinn var sýndur beint á streymissíðunni Boiler Room þar sem áhorfið náði allt að 50.000. Hægt er að sjá verkið á vefsíðu Boiler Room.
