Skrifar leikverk um fyrsta fólkið á Mars Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:00 "Verkið er stúdía um hvernig við sviðsetjum raunveruleikann og tækin sem við notum til þess. Hvert getur flóttinn undan manni sjálfum rekið mann?“ segir Jónas Reynir. Vísir/Andri Marinó Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira