Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira