Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin Æla ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum á næstunni. „Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira