Litháísk móðuramma deilir um forræði íslensks barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikið hefur verið fjallað um málið í litháískum fjölmiðlum. mynd/skjáskot Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira