Ekki að elta gamalmenni heldur nýja lesendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:30 Kristinn og Gunnar afhentu sænska kónginum sett af Íslendingasögunum og komu fram hjá Samfundet Sverige Island í Stokkhólmi. Mynd/Simon Carlbäck „Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp