Íslensk tónlist í eldlínunni í Slóvakíu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. júlí 2015 10:00 Tónleikar Bjarkar enduðu með glæsibrag. Fólk stóð agndofa yfir glæsilegum tónleikum sem enduðu með flugeldasýningu. mynd/Ctibor Bachraty Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira