Sá fyrir mér rútuferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 13:00 "Inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér,“ segir Eyþór. Vísir/Haraldur Guðjónsson „Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta. Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta.
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira