Út með alla Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. júlí 2015 12:15 Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun
Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun