Ungt listafólk í Kópavogi sýnir afrakstur sumarsins Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:00 Inga Friðjónsdóttir umsjónarkona hjá skapandi sumarstörfum í Kópavogi segir lokahátíðina í kvöld vera einstakt tækifæri fyrir unga listamenn til þess að njóta sín. Vísir/Pjetur Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira