Stærstu tónleikarnir til þessa Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 09:30 Arnar Freyr og Helgi Sæmundur stíga á svið með lifandi hljómsveit í kvöld. Vísir/Ernir Hljómsveitin Úlfur Úlfur heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Tvær plánetur sem kom út í seinasta mánuði. Platan hefur vægast sagt slegið í gegn en ásamt því að hafa rokselst í verslunum hafa lögin verið spiluð yfir 100.000 sinnum á Spotify. „Okkur var ráðlagt frá því að setja plötuna á Spotify svona stuttu eftir útgáfu af því að það mundi koma niður á sölunni. En við teljum okkur vera að græða á því að hafa hana þar. Þá getur hver sem er hlustað á hana hvar og hvenær sem er og þetta hefur alls ekki komið niður á sölunni á plötunni,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur sveitarinnar, en með honum er Helgi Sæmundur Guðmundsson. Það er allt tilbúið fyrir tónleika kvöldsins en þetta verða stærstu tónleikar sem Arnar og Helgi hafa haldið hingað til. „Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Við gáfum okkur nægan tíma eftir útgáfu plötunnar enda eru þetta langstærstu tónleikarnir okkar. Það er bara tvisvar á ævinni sem maður leggur svona mikið í tónleika. GKR, sem er ungur íslenskur rappari sem ég peppa, hitar upp fyrir okkur. Svo verðum við með lifandi hljómsveit og bakraddir. Þetta verður klikkað.“ Úlfur Úlfur hafa verið starfandi frá árinu 2010 en hefur þó unnið saman að tónlist í allt að 14 ár. Helgi Sæmundur og Arnar Freyr voru áður meðlimir í hljómsveitinni Bróður Svartúlfs sem sigraði í Músíktilraunum árið 2009. Mikill uppgangur hefur verið í íslenskri rapptónlist seinustu ár og Úlfur Úlfur er stór ástæða fyrir því enda afar vinsæl hér á landi.Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is og kostar miðinn 2.500 krónur. Tónleikarnir verða í Gamla Bíói og verður húsið opnað klukkan níu í kvöld. Tónlist Tengdar fréttir Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00 Dóri DNA, Logi Pedro og Arnar Freyr fíla ekki Jason Rouse Miðasala á uppistand hins kanadíska Rouse hófst í dag. 9. apríl 2015 14:45 Sumarlífið: Úlfur Úlfur með svakalegt útgáfupartý Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir voru mætt með Sumarlífið í útgáfupartý á Loft Hostel. Úlfur Úlfur gaf út plötuna Tvær Plánetur í gær og einnig var myndband við lagið Brennum allt frumsýnt. 11. júní 2015 17:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Úlfur Úlfur heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Tvær plánetur sem kom út í seinasta mánuði. Platan hefur vægast sagt slegið í gegn en ásamt því að hafa rokselst í verslunum hafa lögin verið spiluð yfir 100.000 sinnum á Spotify. „Okkur var ráðlagt frá því að setja plötuna á Spotify svona stuttu eftir útgáfu af því að það mundi koma niður á sölunni. En við teljum okkur vera að græða á því að hafa hana þar. Þá getur hver sem er hlustað á hana hvar og hvenær sem er og þetta hefur alls ekki komið niður á sölunni á plötunni,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur sveitarinnar, en með honum er Helgi Sæmundur Guðmundsson. Það er allt tilbúið fyrir tónleika kvöldsins en þetta verða stærstu tónleikar sem Arnar og Helgi hafa haldið hingað til. „Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Við gáfum okkur nægan tíma eftir útgáfu plötunnar enda eru þetta langstærstu tónleikarnir okkar. Það er bara tvisvar á ævinni sem maður leggur svona mikið í tónleika. GKR, sem er ungur íslenskur rappari sem ég peppa, hitar upp fyrir okkur. Svo verðum við með lifandi hljómsveit og bakraddir. Þetta verður klikkað.“ Úlfur Úlfur hafa verið starfandi frá árinu 2010 en hefur þó unnið saman að tónlist í allt að 14 ár. Helgi Sæmundur og Arnar Freyr voru áður meðlimir í hljómsveitinni Bróður Svartúlfs sem sigraði í Músíktilraunum árið 2009. Mikill uppgangur hefur verið í íslenskri rapptónlist seinustu ár og Úlfur Úlfur er stór ástæða fyrir því enda afar vinsæl hér á landi.Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is og kostar miðinn 2.500 krónur. Tónleikarnir verða í Gamla Bíói og verður húsið opnað klukkan níu í kvöld.
Tónlist Tengdar fréttir Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00 Dóri DNA, Logi Pedro og Arnar Freyr fíla ekki Jason Rouse Miðasala á uppistand hins kanadíska Rouse hófst í dag. 9. apríl 2015 14:45 Sumarlífið: Úlfur Úlfur með svakalegt útgáfupartý Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir voru mætt með Sumarlífið í útgáfupartý á Loft Hostel. Úlfur Úlfur gaf út plötuna Tvær Plánetur í gær og einnig var myndband við lagið Brennum allt frumsýnt. 11. júní 2015 17:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Drengirnir í Úlfi Úlfi sungu af innlifun Úlfur Úlfur var á Hlustendaverðlaununum 2015. 11. febrúar 2015 21:00
Dóri DNA, Logi Pedro og Arnar Freyr fíla ekki Jason Rouse Miðasala á uppistand hins kanadíska Rouse hófst í dag. 9. apríl 2015 14:45
Sumarlífið: Úlfur Úlfur með svakalegt útgáfupartý Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir voru mætt með Sumarlífið í útgáfupartý á Loft Hostel. Úlfur Úlfur gaf út plötuna Tvær Plánetur í gær og einnig var myndband við lagið Brennum allt frumsýnt. 11. júní 2015 17:00
Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57