Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 08:00 Illugi Gunnarsson segir hugmyndir Baltasars Kormáks orð í tíma töluð. vísir/gva „Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Baltasar Kormákur lagði fram hugmynd í föstudagsviðtali Fréttablaðsins um hvernig ætti að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Framlög til kvikmyndasjóðs yrðu aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er færi til kvenna í kvikmyndagerð. „Baltasar er að leggja til tímabundinn kynjakvóta og horfa til þeirrar aukningar sem væri möguleg á sjóðinn. Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega,“ heldur Illugi áfram. Hann segir þurfa að huga að útfærslum. Almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum. „Það eitt og sér að bæta við fjármagni er ekki nóg. Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess.“ Illugi segir tillögu Baltasars skynsamlega og rökin sannfærandi. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag.“ Hann segir það vissulega skipta máli að maður með bakgrunn eins og Baltasar stígi fram með slíka hugmynd. „Það hefur auðvitað mikið að segja, þegar menn hafa náð árangri eins og Balti þá hefur hann tækifæri til að hafa mótandi og jákvæð áhrif á þessu sviði. Ég er sannarlega ánægður með að heyra þennan tón. Þetta skiptir máli.“En þarf þá karlmenn til þess að hvetja konur til þess að búa til kvikmyndir? „Nei. Það á ekki að skipta máli hvort það er karl eða kona því þetta varðar okkur öll. Þetta er jafn mikið hagsmunamál karla og kvenna, jafnrétti. Hvort sem er í menningu, listum eða efnahagslífinu. Við þurfum á öllum að halda, öllum sjónarmiðunum og ólíku þáttunum. Ef við nýtum það ekki erum við öll að tapa. Ég tek jákvætt í þetta, ég tek undir. Ég er algjörlega, heils hugar sammála forsendunum sem þarna eru gefnar. Ég held að þetta séu orð í tíma töluð.“ Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Baltasar Kormákur lagði fram hugmynd í föstudagsviðtali Fréttablaðsins um hvernig ætti að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Framlög til kvikmyndasjóðs yrðu aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er færi til kvenna í kvikmyndagerð. „Baltasar er að leggja til tímabundinn kynjakvóta og horfa til þeirrar aukningar sem væri möguleg á sjóðinn. Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega,“ heldur Illugi áfram. Hann segir þurfa að huga að útfærslum. Almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum. „Það eitt og sér að bæta við fjármagni er ekki nóg. Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess.“ Illugi segir tillögu Baltasars skynsamlega og rökin sannfærandi. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag.“ Hann segir það vissulega skipta máli að maður með bakgrunn eins og Baltasar stígi fram með slíka hugmynd. „Það hefur auðvitað mikið að segja, þegar menn hafa náð árangri eins og Balti þá hefur hann tækifæri til að hafa mótandi og jákvæð áhrif á þessu sviði. Ég er sannarlega ánægður með að heyra þennan tón. Þetta skiptir máli.“En þarf þá karlmenn til þess að hvetja konur til þess að búa til kvikmyndir? „Nei. Það á ekki að skipta máli hvort það er karl eða kona því þetta varðar okkur öll. Þetta er jafn mikið hagsmunamál karla og kvenna, jafnrétti. Hvort sem er í menningu, listum eða efnahagslífinu. Við þurfum á öllum að halda, öllum sjónarmiðunum og ólíku þáttunum. Ef við nýtum það ekki erum við öll að tapa. Ég tek jákvætt í þetta, ég tek undir. Ég er algjörlega, heils hugar sammála forsendunum sem þarna eru gefnar. Ég held að þetta séu orð í tíma töluð.“
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira