Sólin leynigestur á Bræðslunni í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júlí 2015 09:00 Bubbi og Dimma rokkuðu og róluðu allhressilega á Bræðslunni í ár. Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir „Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira