Var búinn að missa trúna á mér sem tónlistarmaður Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. júlí 2015 10:00 Birgir Örn Steinarsson gefur út sína fyrstu plötu undir nafninu Bigital í vikunni. vísir/ernir Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, líklega best þekktur sem Biggi í Maus, sendir frá sér nýja plötu í komandi viku, sem ber nafnið 10 short stories. Um er að ræða fyrstu plötuna sem hann gefur út undir listamannsnafninu Bigital en það er svokallað „tónlistarpródúsersverkefni“ Birgis Arnars. „Þetta er ekki sólóverkefni því að ég er ekkert endilega í forgrunni þó ég sé við stýriborðið. Ég var í átta ár að vinna að henni og var ekkert endilega að gera plötu, ég var bara að semja og taka upp,“ segir Birgir um verkefnið. Hann er nú að gefa út tónlist í fyrsta sinn í átta ár og var farinn að missa trúna. „Ég var alveg búinn að missa trúna á mér sem tónlistarmaður, maður var alltaf að dæma þetta svo harkalega í hausnum á sér. Ég fór svo að hugsa að ég gæti ekki gert listaverkunum mínum þetta og tók upp lagerinn af lögunum aftur og valdi þrettán lög og sendi til útgáfunnar,“ útskýrir Birgir. Umrædd útgáfa er útgáfufyrirtækið Believe Digital, sem dreifir meðal annars tónlist listamanna á borð við Ásgeir Trausta og Björk stafrænt. „Ég gef þetta út sjálfur og geri í raun allt sjálfur. Ég fæ aukahljóðfæraleikara og söngvara með mér. Annars hef ég ekki gert neinn samning, sem er mikill léttir fyrir mig, því þá er enginn milliliður og ég get komið henni að hvar sem er. Believe Digital aðstoðar mig bara við að koma tónlistinni inn á hinar helstu tónlistarveitur.“ Platan er tekin upp í London, Reykjavík og Kaupmannahöfn. Tvö smáskífulög hafa komið út af plötunni, lagið Abstrakt! sem flutt er af Heimi Björnssyni rappara úr Skyttunum og Bandalag dauðra dúfna sem er sungið af Kolbrúnu Magneu Kristjánsdóttur. Annað lagið er hipphopp-lag blandað indie-rokki og í hinu er argentínskum tangó blandað við indie-rokk. 10 short stories kemur út á vínyl í haust en Birgir hefur misst alla trú á geisladisknum og ætlar ekki að gefa út á slíku formi. „Geisladiskurinn er kannski ekki dáinn á Íslandi en eins og þetta virkar í Evrópu og Bandaríkjunum þá er fólk hætt að kaupa geisladiska. Fólk kaupir frekar vínyl með download-kóða. Vínyllinn er orðinn sterkur aftur. Ég hugsa að geisladiskurinn verið dauður eftir tvö ár. Ég hef ekki keypt mér geisladisk í svona fjögur eða fimm ár en kaupi mér nokkrar vínylplötur í hverjum mánuði,“ segir Birgir. Hann stefnir á að halda útgáfutónleika í haust. Birgir býr í Kaupmannahöfn en er um þessar mundir staddur á landinu og ætlar að spila með hljómsveitinni sinni Maus víða um land um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í Reykjavík í kvöld, Þjóðhátíð í Eyjum annað kvöld og á Græna hattinum á Akureyri á sunnudag. „Það er mikil tilhlökkun í bandinu. Maus hefur til dæmis aldrei spilað á Þjóðhátíð áður. Það er þvílíkur heiður að fá að spila á undan flugeldasýningunni,“ segir Birgir, sem lofar bara slögurum á tónleikum Maus um helgina. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, líklega best þekktur sem Biggi í Maus, sendir frá sér nýja plötu í komandi viku, sem ber nafnið 10 short stories. Um er að ræða fyrstu plötuna sem hann gefur út undir listamannsnafninu Bigital en það er svokallað „tónlistarpródúsersverkefni“ Birgis Arnars. „Þetta er ekki sólóverkefni því að ég er ekkert endilega í forgrunni þó ég sé við stýriborðið. Ég var í átta ár að vinna að henni og var ekkert endilega að gera plötu, ég var bara að semja og taka upp,“ segir Birgir um verkefnið. Hann er nú að gefa út tónlist í fyrsta sinn í átta ár og var farinn að missa trúna. „Ég var alveg búinn að missa trúna á mér sem tónlistarmaður, maður var alltaf að dæma þetta svo harkalega í hausnum á sér. Ég fór svo að hugsa að ég gæti ekki gert listaverkunum mínum þetta og tók upp lagerinn af lögunum aftur og valdi þrettán lög og sendi til útgáfunnar,“ útskýrir Birgir. Umrædd útgáfa er útgáfufyrirtækið Believe Digital, sem dreifir meðal annars tónlist listamanna á borð við Ásgeir Trausta og Björk stafrænt. „Ég gef þetta út sjálfur og geri í raun allt sjálfur. Ég fæ aukahljóðfæraleikara og söngvara með mér. Annars hef ég ekki gert neinn samning, sem er mikill léttir fyrir mig, því þá er enginn milliliður og ég get komið henni að hvar sem er. Believe Digital aðstoðar mig bara við að koma tónlistinni inn á hinar helstu tónlistarveitur.“ Platan er tekin upp í London, Reykjavík og Kaupmannahöfn. Tvö smáskífulög hafa komið út af plötunni, lagið Abstrakt! sem flutt er af Heimi Björnssyni rappara úr Skyttunum og Bandalag dauðra dúfna sem er sungið af Kolbrúnu Magneu Kristjánsdóttur. Annað lagið er hipphopp-lag blandað indie-rokki og í hinu er argentínskum tangó blandað við indie-rokk. 10 short stories kemur út á vínyl í haust en Birgir hefur misst alla trú á geisladisknum og ætlar ekki að gefa út á slíku formi. „Geisladiskurinn er kannski ekki dáinn á Íslandi en eins og þetta virkar í Evrópu og Bandaríkjunum þá er fólk hætt að kaupa geisladiska. Fólk kaupir frekar vínyl með download-kóða. Vínyllinn er orðinn sterkur aftur. Ég hugsa að geisladiskurinn verið dauður eftir tvö ár. Ég hef ekki keypt mér geisladisk í svona fjögur eða fimm ár en kaupi mér nokkrar vínylplötur í hverjum mánuði,“ segir Birgir. Hann stefnir á að halda útgáfutónleika í haust. Birgir býr í Kaupmannahöfn en er um þessar mundir staddur á landinu og ætlar að spila með hljómsveitinni sinni Maus víða um land um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í Reykjavík í kvöld, Þjóðhátíð í Eyjum annað kvöld og á Græna hattinum á Akureyri á sunnudag. „Það er mikil tilhlökkun í bandinu. Maus hefur til dæmis aldrei spilað á Þjóðhátíð áður. Það er þvílíkur heiður að fá að spila á undan flugeldasýningunni,“ segir Birgir, sem lofar bara slögurum á tónleikum Maus um helgina.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira