Einkabátur fenginn fyrir unglömbin Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. júlí 2015 08:30 Hljómsveitin AmabaDama leikur á fimm tónleikum um helgina. vísir/andri marinó „Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira