Málaralistin hefur alltaf heillað mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 10:30 "Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér.“ Vísir/Ernir „Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“ Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp