Íslensk gospeltónlist í útrás vestur um haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 08:30 Hér er Óskar Einarsson ásamt hluta gospelhópsins, Reykjavik Gospel Company. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira