Reggí tekur yfir Gamla bíó Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:00 Rocky Dawuni kemur fram í Gamla bíói 30. ágúst. Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag. Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag.
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira