Tónlistin talar við náttúrufegurðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina. „Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira