Fá ekki peninga til fræðslu um mansal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Umfangsmikil rannsókn á mansali hefur staðið yfir að undanförnu vegna fiskvinnslufyrirtækis sem er starfandi í Bolungarvík. Upphaflega var málið rannsakað sem fjárkúgun. vísir/pjetur Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé. Mansal í Vík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé.
Mansal í Vík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira