Ljóð frá ýmsum tímum við tuttugustu aldar tóna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 11:15 Sólveig Anna og Ingibjörg starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Vísir/Andri Marinó „Lögin hafa öll verið lengi á óskalista mínum en ég hef ekki flutt þau fyrr,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona um efni tónleikanna í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í kvöld, þriðjudag, sem hefjast klukkan 20.30. Þar syngur hún og Sólveig Anna Jónsdóttir leikur á píanó. „Þetta eru allt 20. aldar lög en ljóðin eru frá ólíkum tímum,“ heldur Ingibjörg áfram og nefnir sem dæmi tónlist eftir Roger Quilter (1887-1953) við ljóð frá 16. öld. „Það er skemmtileg blanda sem harmónerar vel saman og úr verður áferðarfallegt og sterkt tónmál.“ Annar minni ljóðaflokkur er við tónlist eftir William Walton (1902-1983). „Walton er þekktur fyrir stærri verk,“ lýsir Ingibjörg, „en þarna býr hann til skemmtilega stemningu úr þremur mjög ólíkum sönglögum.“ Þetta var breski hlutinn. Svo er amerískur hluti líka. Ingibjörg nefnir meðal annars lag eftir fyrsta ameríska kventónskáldið, Amy M.C. Beach (1867-1944), sem hún segir hafa verið rokna píanista. „Við ljúkum svo tónleikunum á þremur sönglögum eftir Leonard Bernstein sem þekktur er fyrir söngleiki sína,“ segir Ingibjörg. „Þessi lög heyrast ekki oft en bera hans höfundarsvip og einkennast af léttleika.“ Ingibjörg og Sólveig starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Sólveig Anna kveðst lítið hafa þekkt til verkanna á efnisskránni þegar þær byrjuðu að æfa. „En þetta er tónlist sem ég féll fyrir og höfðar vel til mín,“ segir hún. Spurðar hvort þær ætli víðar með prógrammið segir Sólveig Anna aldrei að vita hverju þær taki upp á fyrst þær séu komnar af stað. „Svona dagskrá verður ekki til fyrirhafnarlaust en undirbúningurinn er búinn að vera tóm gleði. Það er svo gaman að vinna með Ingibjörgu og efnisskráin er dásamleg.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Lögin hafa öll verið lengi á óskalista mínum en ég hef ekki flutt þau fyrr,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona um efni tónleikanna í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í kvöld, þriðjudag, sem hefjast klukkan 20.30. Þar syngur hún og Sólveig Anna Jónsdóttir leikur á píanó. „Þetta eru allt 20. aldar lög en ljóðin eru frá ólíkum tímum,“ heldur Ingibjörg áfram og nefnir sem dæmi tónlist eftir Roger Quilter (1887-1953) við ljóð frá 16. öld. „Það er skemmtileg blanda sem harmónerar vel saman og úr verður áferðarfallegt og sterkt tónmál.“ Annar minni ljóðaflokkur er við tónlist eftir William Walton (1902-1983). „Walton er þekktur fyrir stærri verk,“ lýsir Ingibjörg, „en þarna býr hann til skemmtilega stemningu úr þremur mjög ólíkum sönglögum.“ Þetta var breski hlutinn. Svo er amerískur hluti líka. Ingibjörg nefnir meðal annars lag eftir fyrsta ameríska kventónskáldið, Amy M.C. Beach (1867-1944), sem hún segir hafa verið rokna píanista. „Við ljúkum svo tónleikunum á þremur sönglögum eftir Leonard Bernstein sem þekktur er fyrir söngleiki sína,“ segir Ingibjörg. „Þessi lög heyrast ekki oft en bera hans höfundarsvip og einkennast af léttleika.“ Ingibjörg og Sólveig starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Sólveig Anna kveðst lítið hafa þekkt til verkanna á efnisskránni þegar þær byrjuðu að æfa. „En þetta er tónlist sem ég féll fyrir og höfðar vel til mín,“ segir hún. Spurðar hvort þær ætli víðar með prógrammið segir Sólveig Anna aldrei að vita hverju þær taki upp á fyrst þær séu komnar af stað. „Svona dagskrá verður ekki til fyrirhafnarlaust en undirbúningurinn er búinn að vera tóm gleði. Það er svo gaman að vinna með Ingibjörgu og efnisskráin er dásamleg.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira