Reiknað með gerðardómi í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Ástráður Haraldsson, lögmaður samtakanna, rýna í dóm Hæstaréttar. vísir/gva Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira