Agent Fresco í fyrsta sinn til Bandaríkjanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, er í 1. sæti vinsældalistans á Íslandi. mynd/Marino Thorlacius Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, rauk upp vinsældalistann hér á landi en platan kom út á föstudag og var komin í fyrsta sæti listans strax í fyrstu viku. Listi yfir söluhæstu plötur vikunnar er tekinn saman á tímabilinu frá mánudegi til sunnudags og náði Destrier að komast í fyrsta sætið þrátt fyrir að hafa eingöngu verið í þrjá daga á tímabilinu. „Við erum orðlausir. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og að sjá það svart á hvítu að platan er að seljast og fólk er að hlusta á hana,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, alsæll með viðtökurnar. „Ég veit ekki hversu algengt það er að plata fara svona snemma í 1. sætið, það fer eftir stærð listamannsins. Þetta er glæsilegt,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gefur út plötuna. Platan kom einnig út í Evrópu, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitunum. „Við finnum fyrir því að fólk er að gefa hlustuninni eins mikinn tíma og við óskuðum eftir. Við erum samt duglegir að halda okkur á jörðinni, við erum ennþá með hörku vinnu framundan og viljum búa til geggjað tónleikasjó,“ segir Arnór Dan en platan hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Agent Fresco hefur einnig gert samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Concerts og þar með er fyrsta tónleikaferðalag Agent Fresco um Bandaríkin að verða að veruleika. „Líkt og útgáfufyrirtækið okkar úti þá setur þetta fyrirtæki ekki spurningarmerki við stefnuna okkar og skilur okkur og okkar ástríðu. Nú er verið að skipuleggja okkar fyrstu túr um Bandaríkin og við getum ekki beðið,“ segir Arnór Dan. Gert er ráð fyrir að sveitin fari í sína fyrstu för vestur um haf á næsta ári. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, rauk upp vinsældalistann hér á landi en platan kom út á föstudag og var komin í fyrsta sæti listans strax í fyrstu viku. Listi yfir söluhæstu plötur vikunnar er tekinn saman á tímabilinu frá mánudegi til sunnudags og náði Destrier að komast í fyrsta sætið þrátt fyrir að hafa eingöngu verið í þrjá daga á tímabilinu. „Við erum orðlausir. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og að sjá það svart á hvítu að platan er að seljast og fólk er að hlusta á hana,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, alsæll með viðtökurnar. „Ég veit ekki hversu algengt það er að plata fara svona snemma í 1. sætið, það fer eftir stærð listamannsins. Þetta er glæsilegt,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gefur út plötuna. Platan kom einnig út í Evrópu, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitunum. „Við finnum fyrir því að fólk er að gefa hlustuninni eins mikinn tíma og við óskuðum eftir. Við erum samt duglegir að halda okkur á jörðinni, við erum ennþá með hörku vinnu framundan og viljum búa til geggjað tónleikasjó,“ segir Arnór Dan en platan hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Agent Fresco hefur einnig gert samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Concerts og þar með er fyrsta tónleikaferðalag Agent Fresco um Bandaríkin að verða að veruleika. „Líkt og útgáfufyrirtækið okkar úti þá setur þetta fyrirtæki ekki spurningarmerki við stefnuna okkar og skilur okkur og okkar ástríðu. Nú er verið að skipuleggja okkar fyrstu túr um Bandaríkin og við getum ekki beðið,“ segir Arnór Dan. Gert er ráð fyrir að sveitin fari í sína fyrstu för vestur um haf á næsta ári.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira