Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 11:15 Mér finnst seiglan einkennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. Vísir/GVA „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira