Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Andri Ólafsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Aðalbygging Háskóla Íslands Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira