Adam Sandler er einn vinsælasti gamanleikari heims og hefur hann leikið í fullt af óborganlegum myndum. Það þarf varla að kynna Justin Bieber fyrir þjóðinni en hann kom til landsins í október á síðasta ári og mun halda tvenna tónleika í Kórnum, 8. og 9. September á þessu ári. Bieber er líklega stærsta nafnið í tónlistarheiminum í dag.
„Það var ekki planið að ná þessu á myndbandi. Þetta var algjör tilviljun!!! Adam Sandler er lifandi goðsögn,“ segir Justin Bieber á Instagram-síðu sinni þar sem myndbandið birtist.